Árshátíð Þjórsárskóla 2017

Föstudaginn 17. mars var árshátíð Þjórsárskóla haldin í Árnesi.  Sýndir voru leikþættir sem byggðir voru á leikritunum: „Þegar drottningin á Englandi fór í orlofið“ sitt og Skuggasveini. Um morguninn var Leikholti, Flúðaskóla og eldri borgurum boðið á síðustu æfinguna. Um kvöldið sýndu nemendur fyrir fullum sal af foreldrum og aðstandendum. Vel heppnaður dagur í alla staði.