Náms- og starfsráðgjafi

Guðný María Sigurbjörnsdóttir náms- og starfsráðgjafi hefur hafið störf við Þjórsárskóla. Hún er ráðin sem sameiginlegur starfsmaður grunnskólanna í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi. Guðný María verður annan hvern þriðjudag í Þjórsárskóla. Hún sinnir náms og starfsfræðslu og nemendur geta farið til hennar til spjalls og ráðagerða. Á þriðjudögum er hún einnig í samstarfi við umsjónarkennara 5-6 bekkjar um samskipti stúlkna. Við bjóðum Guðnýju Maríu velkomna til starfa við skólann okkar.

  

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]