Skólaslit 2016

                                                                                         Mynd: Gunnar Jónatansson

Miðvikudaginn 1. júní var skólaslit í Þjórsárskóla. Þá var sýning á verkum nemenda í Árnesi, afhentur var vitnisburður, sundbikarar og að auki verðlaun fyrir háttvísi – góða félagslega færni. Nú förum við út í sumarið með sól í hjarta, jákvæðni og bjartsýni. Skólasetning verður síðan mánudaginn 22. ágúst. Hafið það gott í sumar.