Skógardagar

Allt starfsfólk Þjórsárskóla og nemendur hafa verið við nám og störf í þjórsárdal síðustu tvo daga. Á þriðjudag var íslenskuþema. Þá voru verkefni unnin eftir hugmyndafræði Cornells um útikennslu. Nemendur hlustuðu á sögur,  unnu eftir vísbendingum, teiknuðu, fluttu ljóð og héldu ræður. Þann daginn var komið  heim í skóla í...

Kórinn kemur fram

 Kór skólans kom fram á 100 ára afmæli Stóra- Núpskirkju í gær. Það voru 20 nemendur í 4.-7. bekk sem mættu og sungu þrjú lög fyrir gesti undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Söngurinn tókst vel og fékk kórinn lof fyrir. Þessi fyrsti söngflutningur kórsins lofar góðu um framhaldið og verður gaman...

100 ára afmæli Stóra-Núpskirkju

Haldið verður upp á 100 ára afmæli Stóra-Núpskirkju þann 1. nóv. n.k. Hátíðin hefst með messu í kirkjunni kl. 14 Vegna þessa mun séra Axel sóknarprestur koma í skólann þriðjudaginn 27. okt. og  ræða við nemendur um kirkjur prestakallsins, sóknir þess og afmælishátíðina sem framundan er. Að lokinni messunni þann...

Jól í skókassa

Umsjónahópar eru nú byrjaðir að ganga frá jólagjöfunum ,,jól í skókassa". Það var 7. bekkur sem reið á vaðið í morgun og útbjó sínar gjafir. Á næstu dögum munu aðrir hópar pakka inn gjöfunum sínum með umsjónarkennara. Pakkarnir fara til Úkraínu eins og undanfarin ár og er miðað við að hver...

Grænn dagur í skólanum

Í dag var grænn dagur í skólanum. Nemendur og starfsmenn komu í grænum fatnaði, skreyttu sig með grænu og umhverfisnefnd skreytti skólann með grænu skrauti víða. Yngstu nemendurnir fóru líka í dag og merktu sér plöntur og leituðu og fundu sígrænt barrtré alveg í anda dagsins. Það er alltaf gaman...

Landgræðsluferð

Nú hefur Þjórsárskóli fengið svæði til uppgræðslu í Skaftholtinu. Skaftholt er holtið við sumarbústaðabyggðina á Flötunum. Þar eru rofabörð, melar og fleiri svæði sem vert er að huga að og græða upp. Þetta svæði verður uppgræðslusvæði skólans næstu árin.  Það þýðir að nemendur skólans sinna svæðinu með áburði, talningu planta...

Lögreglan og hjóladagur

Á miðvikudaginn var forvarnardagurinn og hjóladagur í Þjórsárskóla.  Dagurinn hófst með því að lögreglan heimsótti alla bekki og ræddi um ýmis forvarnar- og öryggismál og svo sérstaklega reglur varðandi hjólreiðar.  Nemendur  komu með eigin hjól og hjálm í skólann og lögreglan skoðaði hvert hjól og fór yfir það sem betur mætti fara. Eftir...

Nefndir og ráð

Nú er búið að kjósa  nýja umhverfisnefnd við skólann. Í henni sitja Ágúst Guðnason, Stefanía Katrín Einarsdóttir, Díana Ösp Davíðsdóttir og Hekla Salóme Magnúsdóttir.  Nefndin starfar undir stjórn Bolette eins og undanfarin ár. Margt liggur fyrir nefndinni, þar ber hæst gerð fræðsluefnis um flokkun á sorpi. Myndin hér er af...

Foreldradagur og sýning

Á mánudag er sýning afrakstri þemavinnunnar um réttir. Sýningin stendur allan daginn á meðan foreldrar og nemendur koma í viðtöl hjá umsjonarkennara. Þennan dag er 6.-7. bekkur með fjáröflun fyrir vorferðir og selja köku og kaffi á 200 kr. Allir eru velkomnir í skólann til að skoða verk nemenda.

Rusladagur

Í gær komu starfsmenn frá Íslenska gámafélaginu og kynntu fyrir nemendum skólans væntanlega flokkun sorps. Flokkað verður í þrjár tunnur og veittist nemendum það auðvelt, enda eru þeir vanir ákveðinni flokkun í skólanum nú þegar. Nemendur fengu líka að sjá myndband af því hvernig fernur og pappír er endurunninn frá...