100 ára afmæli Stóra-Núpskirkju

100 ára afmæli Stóra-Núpskirkju

Haldið verður upp á 100 ára afmæli Stóra-Núpskirkju þann 1. nóv. n.k. Hátíðin hefst með messu í kirkjunni kl. 14 Vegna þessa mun séra Axel sóknarprestur koma í skólann þriðjudaginn 27. okt. og  ræða við nemendur um kirkjur prestakallsins, sóknir þess og afmælishátíðina sem framundan er. Að lokinni messunni þann 1. nóv. verður  hátíðinni fram haldið í Árnesi kl. 15 þar sem  skólakór Þjórsárskóla  skipaður nemendum 4.-7. bekkjar syngur undir stjórn Stefáns Þorleifssonar.