Kórinn kemur fram

Kórinn kemur fram

kórin syngur Kór skólans kom fram á 100 ára afmæli Stóra- Núpskirkju í gær. Það voru 20 nemendur í 4.-7. bekk sem mættu og sungu þrjú lög fyrir gesti undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Söngurinn tókst vel og fékk kórinn lof fyrir. Þessi fyrsti söngflutningur kórsins lofar góðu um framhaldið og verður gaman að fylgjast með. Á afmælishátíðinni voru einnig myndverk nemenda í 5.-7. bekk til sýnis. Verkin voru afrakstur af umfjöllun þeirra eftir heimsókn sr. Axels í skólann í síðustu viku. Veggspjöldin sýndu kirkjur, kirkjusókn og samgöngur tengdar kirkjuferðum. Enn og aftur eru nemendur okkar að gera góða hluti, hvort heldur sem er á opinberum viðburðum eða innan veggja skólans. Flott hjá ykkur krakkar!