Lögreglan og hjóladagur

Lögreglan og hjóladagur

lögreglanÁ miðvikudaginn var forvarnardagurinn og hjóladagur í Þjórsárskóla.  Dagurinn hófst með því að lögreglan heimsótti alla bekki og ræddi um ýmis forvarnar- og öryggismál og svo sérstaklega reglur varðandi hjólreiðar.  Nemendur  komu með eigin hjól og hjálm í skólann og lögreglan skoðaði hvert hjól og fór yfir það sem betur mætti fara. Eftir hádegi fóru allir  í hjólreiðatúr, mislangan eftir aldri.  Einn til tveir kennarar fylgdu hverjum hópi.  Allir stóðu sig vel og komu heilir heim, rjóðir og sælir eftir áreynsluna og góða útiveru. Þessi dagur var jafnframt alþjóðlegur skólamjólkurdagurinn og var öllum boðið upp á skólamjólk eftir hjólatúrinn sem var vel við hæfi eftir áreynsluna í torfærum og öðru slíku. Þetta var skemmtilegur og hressandi dagur þar sem margir nemendur sýndu mikinn dugnað.  

Á þriðjudaginn í næstu viku er stefnt á landgræðsluferð með alla nemendur ef veður leyfir.