Skógardagar

Skógardagar

Sesslja að sækja könglaAllt starfsfólk Þjórsárskóla og nemendur hafa verið við nám og störf í þjórsárdal síðustu tvo daga. Á þriðjudag var íslenskuþema. Þá voru verkefni unnin eftir hugmyndafræði Cornells um útikennslu. Nemendur hlustuðu á sögur,  unnu eftir vísbendingum, teiknuðu, fluttu ljóð og héldu ræður. Þann daginn var komið  heim í skóla í hádeginu og kennslu haldið áfram innan dyra eftir hádegi. Í dag miðvðvikudag var öll kennsla dagsins í skóginum. Það var unnið að ýmsum hagnýtum verkefnum þennan daginn til að bæta aðstöðu okkar og annara sem nýta sér skóginn. Nemendur smíðuðu brú yfir læk sem oft getur verið erfitt að komast yfir á vetrum, gerðu við skýlið svo meira skjól væri fyrir máltíðir og athvarf okkar, hlóðu eldstæði við skýlið, settu saman bekki til að stija á, luku við greinaskýli inni á milli trjáa og gerðu ,,indíjánatjald“ og týndu nokkra sekki af furukönglum fyrir skógrækt ríkisins. Það var yndislegt veður báða dagana, nemendur okkar voru dugmiklir í vinnu og margir voru þreyttir þegar haldið var heim. Undir tenglinum myndir hér til hliðar má nálgast margar skemmtilegar myndir frá skógardögunum eins og öðrum viðburðum skólans. Myndin sýnir Sesselju í toppi furutrés að sækja köngla.