Landgræðsluferð

Landgræðsluferð

Stiklingar teknirNú hefur Þjórsárskóli fengið svæði til uppgræðslu í Skaftholtinu. Skaftholt er holtið við sumarbústaðabyggðina á Flötunum. Þar eru rofabörð, melar og fleiri svæði sem vert er að huga að og græða upp. Þetta svæði verður uppgræðslusvæði skólans næstu árin.  Það þýðir að nemendur skólans sinna svæðinu með áburði, talningu planta og fylgjast í heild með því að svæðið dafni.  byrjað verður á að dreifa úr heyrúllu á svæðið til að þekja yfirborðið, svo eru teknir græðlingar í nágrenni skólans af loðvíði og gulvíði og þeim stungið niður á valin svæði. Nú í upphafi munu nemendur telja plöntur innan ákveðinna ramma og gera það síðan reglulega næstu árin, til að skoða þróunina, hvort fjölbreytni aukist eða sömu tegundum fjölgi. Það eru 3.-4. bekkingar sem taka stiklinga við skólann og setja niður. Næstu árin verður fylgst með svæðinu og unnið áfram í því, þannig að nemendur fylgjast með árangri verka sinna. Vegna þess hversu svæðið er nálægt skólanum er auðvelt að skjótast í styttri ferðir á svæðið til að sinna einstökum verkum.  Hér á myndinni má sjá nemendur í 4. bekk í kennslu um hvernig taka skuli stiklinga fyrir ferðina.