Jól í skókassa

Jól í skókassa

jól í skókassaUmsjónahópar eru nú byrjaðir að ganga frá jólagjöfunum ,,jól í skókassa“. Það var 7. bekkur sem reið á vaðið í morgun og útbjó sínar gjafir. Á næstu dögum munu aðrir hópar pakka inn gjöfunum sínum með umsjónarkennara. Pakkarnir fara til Úkraínu eins og undanfarin ár og er miðað við að hver nemandi sendi einn pakka til jafnaldra af sama kyni. Fyrr í vikunni fengu allir nemendur stutta kynningu á verkefninu og Úkraínu. Umsjónarkennarar nýta síðan kennslustund við innpökkun til að ræða nánar um verkefnið sem slíkt og tilgang jólanna í tengslum við það að gefa þeim gjafir sem minna mega sín. Þetta er umhugsunarvert upphaf og góður inngangur að undirbúningi jólanna.