Náttúrufræði í Hamragili

Nemendur í 5.-7. bekk voru í útinámi í vikunni. Þau voru með kennurum við Hamragil að safna sýnum, mælt var hitastig lofts og vatns, sýrustig athugað. Nemendur tóku með sér sýni úr gilinu sem verður notað til frekari rannsókna á lífríki í fersku vatni sem er viðfangsefni haustsins.

Fræðsludagur

Jóhannes og Ólafur  frá Skógrækt ríkisins komu í skólann á miðvikudag og fræddu starfsfólk um nýtingu skógarafurða til húsagagnagerðar. Allir bjuggu til bekki eða koll og fóru með heim í lok dags. Á fimmtudag var nærsamfélaginu og fagfólki úr öðrum skólum boðið upp á fræðslu um samstarf skólans við Skógrækt ríkisins....

Útilega í skóginum

Þjórsárskóli hóf skólaárið með útilegu í síðustu viku. Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt ásamt fjölmörgum foreldrum á mismunandi tímum. Yngsti árgangurinn gisti ekki skóginum nema þeir sem höfðu foreldra með sér yfir nóttina. Í ár fengum við sól og hlýindi yfir daginn sem allir nýttu sér vel. Um nóttina var...

Skólasetning

Skólasetning Þjórsárskóla fer fram í sal skólans miðvikudaginn 25. ágúst kl. 15:00. Foreldrar eru hvattir til að mæta með nemendum þennan fyrsta dag.  Ef óskað er eftir akstri milli heimilis og skóla þá hafið samband við skólann í síðasta lagi daginn áður og látið vita. Nemendur hitta kennara þennan dag, fá...

Innkaupalisti fyrir næsta skólaár

Skólaárið 2010-2011.Innkaupalisti fyrir 1.-2. bekk.2 x A4 stílabækur, sögubókin mín, Teygjumappa fyrir heimanám, Plast/teygjumappa fyrir ensku. Í pennaveskinu þarf að vera allan veturinn: 2 blýantar, gott strokleður, yddari, trélitir, límstifti og reglustika. Munið að merkja allt.   Innkaupalisti fyrir 3.-4. bekk.2 x A4 stílabækur (ekki gorma), 2 x litlar stílabækur (ekki...

Síðasti skóladagur

Fimmtudagurinn 27. maí var síðasti skóladagur nemenda í skólanum. Þá var skipulögð stöðvavinna með leik og fjöri sem endaði með allsherjar vatnsslag. Að loknum leik grilluðu nemendur í 6. bekk pylsur fyrir samnemendur og starfsmenn og allir borðuðu úti. Að lokum gáfu Bergleif og Jóhanna öllum ís með þakklæti fyrir...

Vor í skóginum

Í dag var síðasti dagur í skóginum á þessu skólaári. Nú er komið nýtt skýli sem er stærra og skapar enn betri aðstöðu fyrir okkur á næsta skólaári. Nemendur og starfsmenn hlupu skógar-skólahlaup,skólans, samtals 144 km,  í tilefni vorsins, lærðu stærðfræði og sulluðu í ánni. Það var hlýtt veður þó sólin skini ekki. Nemendur...

Sundkeppni

Mánudaginn 17. maí fór sundkeppni skólans fram í Brautarholti. Það voru 5.-7. bekkur sem kepptu. Andrea Ýr vann stúlkurnar, Dýrfinna varð í öðru sæti og Sesselja í því þriðja. Gylfi Dagur fór með sigur í strákaflokki, þá varð Arnþór Ósmann annar og Arnþór Ingvar í því þriðja. Leikskólakrakkar komu og...

Skólabúðir að Reykjum

Nemendur í 6.-7. bekk hafa lokið fimm daga dvöl að Reykjum í Hrútafirði. Krakkarnir stóðu sig mjög vel í námi og leik. Sesselja og Gerður greiddu Ágústi til sigurs í hárgreiðslukeppni,  Dýrfinna hlaut annað sæti í borðtenniskeppni og Gylfi það þriðja sætið í sömu keppni. Allur hópurinn var til fyrirmyndar í...

Bekkjarkvöld hjá 4. bekk

Á þriðjudag 4. maí héldu nemendur í 4. bekk ásamt umsjónarkennara bekkjarkvöld. Samveran var í tvær klukkustundir seinni part dags og komu nemendur með gos og sælgæti til að narta í. Dagskráin var ekki skipulögð fyrirfram en af nógu var að taka og skemmtu allir sér vel þetta síðdegi.