Nú er vika liðin frá árshátíð skólans sem tókst frábærlega. Allir leikarar stóðu sig mjög vel, hvort sem það voru margar eða fáar innkomur í leikritinu. Söngurinn þeirra var einnig til fyrirmyndar og ótrúlegt að hér er um fjórðungur nemenda sem syngja einsöng á árshátíð skólans! Það er frábært. Krakkarnir...
Árshátíð í kvöld
Í kvöld er árshátíð Þjórsárskóla. Nemendur sýna Konung ljónanna með söng og leik. Það er hljómsveit Stefáns Þorleifssonar tónmenntakennara sem spilar undir. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu tvær vikur. Fyrri vikan með daglegum söng og seinni vikan í heildstæða vinnu um efni árshátíðar. Nemendur og starfsmenn hafa varið öllum stundum í undirbúning og...
Öskudagur
Á öskudag var haldið hið árlega ball með litskrúðugum furðuverum. Jón Bjarnason sá um fjörið. Eftir háltíma upphitun var kötturinn sleginn úr tunnunni. Tvær tunnur voru, önnur fyrir 1.-3. bekk og hin fyrir 4.-7. bekk. Yngri nemendur náðu sinni tunnu í sundur fyrr en þeir eldri. Foreldrafélagið gaf gos og sælgætispoka...
Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk
Föstudaginn 4, mars var skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Það voru fjórir nemendur sem lásu fyrir nemendur í 5.-6. bekk, starfsmenn og dómara. Dómarar voru Jenný Jóhannsdóttir kennari og Halla Guðmundsdóttir leikkona. Sigurvegarar urðu Stefanía Katrín Einarsdóttir og Arnþór Ingvar Hjörvarsson. Allir nemendur stóðu sig vel og hafa bætt sig ótrúlega mikið á æfingatímanum sem...
Myndmennt og tölvur
Nemendur í 4. bekk unnu verkefni um bóndabæi í myndmennt á haustönn. Reglulega í vinnunni voru teknar myndir af verkunum og þær síðan notaðar til að setja saman í myndband í tölvukennslu. Það er Bente Hansen sem hefur samþætt verkefnin með nemendum og má sjá afraksturinn með því að velja viðkomandi...
Danskur farandkennari
Þessa vikuna hefur Hanne farandkennari verið í skólanum. Danska var kennd í öllum hópum og vinnuþemað var matur. Í yngri bekkjunum var leikið og spilað bingó með orðum um mat. Eldri hóparnir útbjuggu götu með margskonar þjónustu, s.s. hótel, bakarí, sjoppu, veitingastað og þess háttar. Þau gerðu verðskilti, tilboðsbæklinga, matseðla...
Langur dagur yngri nemenda
Yngri nemendur voru langan dag í skólanum í þessum mánuði til að ná tilkskildum skóladögum á árinu. Kennt var samkvæmt stundatöflu fyrir hádegi. Svo var dagurinn hafður ,,öðruvísi“ til að efla fjölbreytni. Skipt var í þrjá hópa. Einn hópur var að baka og undirbúa kaffitíma, annar hópur útbjó leikmynd og...
Skóla aflýst vegna veðurs
Skóli fellur niður í dag, föstudag vegna veðurs. Enginn akstur verður í Flúðaskóla.
Skíðaferð
Farið var í skíðaferð í Bláfjöll á mánudag. Mánudagurinn var yndislegur dagur fyrir skíða og brettanám. Það var passlega kalt, sól og nánast logn allan daginn. Snjórinn var eins og best verður á kosið. Hann var léttur og mjúkur sem var mjög gott því margir voru að stíga sín fyrstu...
Söngvakeppni
Söngvakeppni var haldin í skólanum á fimmtudag. Það voru 12 flytjendur sem fluttu 8 lög. Nemendur úr kór skólans, í 4.-7. bekk höfðu þátttökurétt. Keppnin var stórsigur fyrir marga, þó eingöngu þrír næðu verðlaunapalli. Þarna voru allir nemendur í hlutverkum. Það voru ljósamenn, hljóðmenn og dyraverðir, fyrir utan söngfólkið. Allt skipti þetta máli...