Árshátíð

Árshátíð

arshatidNú er vika liðin frá árshátíð skólans sem tókst frábærlega. Allir leikarar stóðu sig mjög vel, hvort sem það voru margar eða fáar innkomur í leikritinu. Söngurinn þeirra var einnig til fyrirmyndar og ótrúlegt að hér er um fjórðungur nemenda sem syngja einsöng á árshátíð skólans! Það er frábært. Krakkarnir voru með tvær sýningar á föstudaginn. það var sýning fyrir rúmlega 100 nemendur Flúðaskóla fyrir hádegi og svo selt inn á sýningu um kvöldið. Báðar sýningar gengu mjög vel. Búningar voru liflegir og skemmtilegir. Í heildina var þetta yndislegt kvöld sem sýndi glögglega góðan afrakstur af vinnu nemenda í heila viku. Takk fyrir það allir nemendur og starfsmenn.  Margar myndir eru í myndasafninu hér til hliðar.