Öskudagur

Öskudagur

eldriÁ öskudag var haldið hið árlega ball með litskrúðugum furðuverum. Jón Bjarnason sá um fjörið. Eftir háltíma upphitun var kötturinn sleginn úr tunnunni. Tvær tunnur voru, önnur fyrir 1.-3. bekk og hin fyrir 4.-7. bekk. Yngri nemendur náðu sinni tunnu í sundur fyrr en þeir eldri. Foreldrafélagið gaf gos og sælgætispoka sem nemendur fengu þegar búið var að slá köttinn úr tunnunni. Svo hélt fjörið áfram og ballið endaði klukkan tólf þegar skólabílar óku heim. Margar myndir eru í myndasafninu.