Safnaferð eldri nemenda

Safnaferð eldri nemenda

safnaferðNemendur í 5.-7. bekk fóru í ferð til Reykjavíkur.  Byrjað var í Hafnarhúsinu þar sem þeim var sýnt húsið og endað á að skoða sýningu af verkum Erró. Mikið af verkefnunum voru klippimyndir hans sem er forvinna fyrir málverk. Þrívíddarverk voru skoðun líka sem voru unnin úr ýmis konar rusli. Eftir það var farið í Árbæjarsafnið. Þar voru skoðaðir brunabílar, dælur og eimreið. Sérstök fræðsla var um brunann  í Reykjavík 1915. Einnig var skoðuð vatnsdæla og fræðst um vatnsbera. Að lokum var farið í leikfangasafnið í gömlu Landakotskirkjunni. Ferðin endaði í hádegismat á American style áður en ekið var heim. Nemendur stóðu sig vel nú sem endranær.