Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk

stefania og arnthorFöstudaginn 4, mars var skólakeppni Stóru upplestrarkeppninnar í 7. bekk. Það voru fjórir nemendur sem lásu fyrir nemendur í 5.-6. bekk, starfsmenn og dómara. Dómarar voru Jenný Jóhannsdóttir kennari og Halla Guðmundsdóttir leikkona. Sigurvegarar urðu Stefanía Katrín Einarsdóttir og Arnþór Ingvar Hjörvarsson. Allir nemendur stóðu sig vel og hafa bætt sig ótrúlega mikið á æfingatímanum sem hefur staðið frá því á degi íslenskrar tungu í nóvember 2010. Það verða Stefanía og Arnþór sem verða fulltrúar skólans á lokahátíð keppninnar sem haldin verður að Borg í Grímsnesi þann 16. mars n.k. Til hamingju krakkar.