Árshátíð í kvöld

Árshátíð í kvöld

undirbuningurÍ kvöld er árshátíð Þjórsárskóla. Nemendur sýna Konung ljónanna með söng og leik. Það er hljómsveit Stefáns Þorleifssonar tónmenntakennara sem spilar undir. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu tvær vikur. Fyrri vikan með daglegum söng og seinni vikan í heildstæða vinnu um efni árshátíðar. Nemendur og starfsmenn hafa varið öllum stundum í undirbúning og má sjá árangurinn í kvöld á sýningunni. Þetta er frábært verkefni og vonandi að sýningin verði vel sótt.