Föstudaginn 19. apríl fórum við í dásamlegri vorblíðu í skóginn okkar. Þemað í þetta sinn var „listir“. Nemendur bjuggu til myndir og listaverk úr efnivið skógarins í aldursskiptum hópum og elstu nemendum leikskólans var boðið með okkur. Margar skemmtilegar myndir úr ferðinni eru komnar inn á myndasameignina.
Hattadagur 17. apríl
Í tilefni afmælisárs skólans ætlum við að hafa „öðruvísi daga“ annað slagið. Við byrjuðum á hattadegi miðvikudaginn 17. apríl. Þá mættu allir með hatta og sumir höfðu meira að segja lagt mikla vinnu í að búa þá til.
Árshátíð 2013
Árshátíðin á föstudaginn markaði upphaf afmælishátíðar skólans. Sýnt var leikritið: Í fylgd með H.C. Andersen auk þess sem verkefni tengd sögu skólanna prýddu salinn. Nemendur fengu góðar undirtektir áhorfenda og stóðu sig frábærlega bæði í leik og söng. Eftir sýninguna fengum við fínt veislukaffi í umsjón foreldrafélagsins. Myndir væntanlegar inn...
Stóra upplestrarkeppnin
Í dag var lestrarkeppni innan skólans hjá nemendum í 7. bekk. Valdir voru tveir nemendur sem fara áfram sem fulltrúar skólans, í aðalkeppnina, sem verður í Aratungu á mánudaginn. Komið var saman á sal skólans og allir nemendur í 7. bekk komu í púlt og lásu upp kafla úr bók...
Óveður
Enginn skóli í dag vegna veðurs.
Lífshlaupið
Grunnskólakeppni Lífshlaupsins er nú lokið og endaði Þjórsárskóli í 6.sæti eins og hægt er að sjá á heimasíðunni; www.isi.is Gaman var að taka þátt í þessari keppni og stefnum við á að gera enn betur á næsta ári.
Nýtt landgræðsluverkefni
Þjórsárskóla hefur verið boðið að taka þátt í verkefni með Landvernd og Landgræðslu ríkisins. Verkefni ber heitið „Fræðsla ungmenna og vistheimt á örfoka landi á Suðurlandi“. Þremur skólum er boðið að vera með. Þetta er Hvolsskóli, Grunnskólinn á Hellu ásamt okkur. Þessir skólar voru valdir þar sem þeir eru allir...
Öskudagur
Við byrjuðum daginn með því að nemendur voru í bekkjunum sínum þar sem rætt var um búningana, teknar voru hópmyndir og fleira. Eftir morgunkaffi fórum við saman í Árnes þar sem Jón Bjarnason hélt uppi fjörinu á balli sem stóð fram að hádegi. Kötturinn var sleginn úr tunnunni og börnin...
Skíðaferð 6. – 7. febrúar
Nemendur í 4. – 7. bekk fóru í vel heppnaða skíðaferð í Bláfjöll. Við gistum í Breiðabliksskálanum sem er mjög rúmgóður og vel staðsettur skáli. Margir höfðu ekki farið á skíði áður en allir komust af stað og fóru ýmist á skíði eða bretti . Árangurinn var stórkostlegur. Við vorum...
Góðar fyrirmyndir
Góðar fyrirmyndir Nemendur í 1.-2. bekk fóru á dögunum í tíma með nemendum í 7. bekk. Eldri nemendur tóku vel á móti þeim yngri og var mikið hlegið, spjallað og spilað. Góð leið til þess að auka samkennd og ýta undir ábyrgð eldri nemenda í samskiptum við þá yngri.