Skólasetning

Skólasetning Þjórsárskóla fer fram í sal skólans föstudaginn  24. ágúst kl. 14:00.

Innkaup 2013-2014

1.- 2. Bekkur – Hildur Lilja Nokkrir breiðir þrístrendir blýantar, t.d. Faber-Castell. Gott strokleður (t.d. svarta strokleðrið) Stórt og gott límstifti Yddari, helst með boxi til að taka við yddi Góðir þrístrendir trélitir, t.d. Lyra Skæri Teygjumappa til að hafa í tösku 2 stk. A4 stílabók, 1 rauð og 1...

Vordagur

Síðasti dagur þessa skólaárs var vordagur. Við létum veðrið ekki spilla fyrir okkur og fórum út í hin ýmsu vorverk á skólalóðinni. Plantað var trjám, birkiplöntum sem skólinn fékk frá Yrkjusjóði og grenitrjám frá Panasonic í Japan. Litlar trjáplöntur voru settar í potta, borið var á og tínt rusl. Í...

Sundmót Þjórsárskóla

Þriðjudaginn 14. febrúar var hið árlega sundmót skólans haldið í Brautarholtslaug. Nemendur úr 5.-7. bekk kepptu í bringusundi og skriðsundi í dásamlegu veðri. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í stúlkna og drengjaflokki. Óskum við þessu efnilega sundfólki til hamingju. Stúlkur: Gull – Eydís Birta Þrastardóttir 7. bekk Silfur...

Landnámsvinna

Seinni hluta vetrar hafa nemendur í 3. og 4. bekk fræðst um landnám Íslands. Landnámsvinnan var samþætt við myndmennt og íslensku. Stuðst var við bókina Komdu og skoðaðu landnámið þar sem fjallað er um nokkra landnámsmenn og ýmislegt tengt landnáminu. Einnig voru Landnámsmenn sveitarinnar sérstaklega teknir fyrir, hvar þeir bjuggu...

Nýsköpun – markaður

Mánudaginn 6. maí héldum við hér í skólanum Nýsköpunarmarkað, Flóamarkað og kaffihús með 5.-7. bekk auk þess sýningu á stærðfræðiverkefni nemenda í  5.-6.bekk. Nýsköpunarmarkaðurinn er liður í nýsköpunarkennslu sem kennd er í  smíði. Krakkarnir í 5.-7. bekk tóku öll þátt í verkefni vetrarins sem hófst í janúar og fólst í...

Vinátta 1.- 2.bekkur

Við í 1.-2.bekk höfum verið að vinna með vináttuna í vetur. Við æfum okkur reglulega í að hrósa hvert öðru, vinna saman og hjálpast að. Í síðustu viku fórum við síðan í vinaæfingar, buðum vinum okkar upp á handanudd og bjuggum til „vinakremju“.  Fleiri myndir eru undir myndaflipanum hér á...

Söngur í Ólafsvallakirkju

Sunnudaginn 21. apríl sungu nemendur Þjórsárskóla við messu í Ólafsvallakirkju undir stjórn Helgu Kolbeins. Vel var mætt og var yndislegt að hlusta á börnin okkar syngja í þessari fallegu kirkju. Frábært framtak hjá Helgu.

Skógarferð – Listir

Föstudaginn 19. apríl fórum við í dásamlegri vorblíðu í skóginn okkar. Þemað í þetta sinn var „listir“. Nemendur bjuggu til myndir og listaverk úr efnivið skógarins í aldursskiptum hópum og elstu nemendum leikskólans var boðið með okkur.  Margar skemmtilegar myndir úr ferðinni eru komnar inn á myndasameignina.

Hattadagur 17. apríl

Í tilefni afmælisárs skólans ætlum við að hafa „öðruvísi daga“ annað slagið. Við byrjuðum á hattadegi miðvikudaginn 17. apríl. Þá mættu allir með hatta og sumir höfðu meira að segja lagt mikla vinnu í að búa þá til.