Útilega


Árleg útilega Þjórsárskóla er skemmtilegt uppbrot í skólastarfinu. Hún þjappar nemendum saman eftir sumarið og er að auki kjörið tækifæri til þess að læra að umgangast, bera virðingu fyrir og hlúa að skóginum okkar.

Við lögðum af stað inn í skóg um hádegi. Þar tók Ólafur Oddsson á móti okkur og stýrði stöðvavinnu með starfsfólki og nemendum. Við lærðum að kljúfa, afberkja, tálga og fleira skemmtilegt. Eldri nemendur fengu að auki að smíða borð með Jóhannesi á Ásólfsstöðum, sem við tókum síðan með okkur og prýða þeir skólalóðina okkar.

Þrátt fyrir að dagurinn hafi verið vætusamur þá lærðum við margt skemmtilegt og nutum þess að vera saman úti í fallegu umhverfi.  Ákveðið var að þar sem spáin var ekki góð að gista í skólanum og var gott að komast inn í hlýjuna eftir daginn. Allir komu sér fyrir í stofunum sínum með kennurum, borðuðu kvöldmat, lásu síðan bækur, spiluðu, spjölluðu og þeir sem vildu horfðu á mynd.

Á föstudeginum var farið snemma á fætur og þegar búið var að ganga frá fórum við út í ratleik þar sem við lærðum um áttirnar og fórum í boltaleiki.

Á heimasíðuna eru nú komnar margar skemmtilega myndir frá útilegunni.