Stærðfræði 5.-7.bekkur

Stærðfræði 5.-7.bekkur

Tölfræði og líkindi hafa verið aðalviðfangsefnin í stærðfræði síðustu vikurnar. Nemendur unnu hópverkefni þar sem gögnum var safnað af skólalóðinni og unnin úr þeim veggspjöld með texta og myndriti. Einn hópur valdi að flokka hellur, annar tré, einn litinn á húsunum í hverfunum, einn leiktæki og einn form. Nemendur völdu sjálfir viðfangsefnin og var niðurstaðan voru mjög fjölbreytt og skemmtileg.