Sumarlestur

Sumarlestur


Þetta er annað árið sem skólinn stendur fyrir sumarlestrarátaki fyrir nemendur í 1.-7. bekk. Nemendur sem lásu upphátt að lágmarki 20 sinnum yfir sumarið fengu viðurkenningarskjal og verðlaun núna í vikunni. Þátttakan í ár var alveg frábær, rúmlega 90% nemenda tóku þátt. Áhugi var mikill og voru margar bækur lesnar. Sumarlestur er tækifæri fyrir foreldra til þess að halda lestri að börnunum sínum og um leið styðja
við lestrarþjálfun þeirra og glæða lestraráhuga.

Verið er að vinna að lestrarstefnu fyrir skólann og er sumarlesturinn kominn til að vera.
Við þökkum þeim fyrirtækjum sem gáfu okkur gjafir fyrir stuðninginn. Þau voru: Mjólkursamsalan, Síminn, Vodafone og A4.