Landgræðsluferð 17. október

Landgræðsluferð 17. október

Við fengum Sigþrúði Jónsdóttir í heimsókn til okkar í skólann og hún fræddi okkur um lífbreytileika. Það var mjög áhugavert. Síðan fórum við upp á Skaftholtsfjall þar sem skipt var í aldurshópa og unnin verkefni. Nemendur í 1.-2. bekk dreifðu rúllum, 3.-4. bekkur sáði birkifræjum, sem nemendur höfðu  safnað við skólann og 5.-7. taldi og skráði fjölda plantna við mismunandi aðstæður. Veðrið var frábært og þetta var góð ferð í alla staði.