Hjóladagurinn

Hjóladagurinn


Árleg hjólaferð var farin 10. september. Allir voru með hjálma, í gulum öryggisvestum og farnar voru mislangar leiðir eftir bekkjum. 1. og 2. bekkur hjólaði í kringum skólann, 3., 4. og 5. bekkur hjólaði reiðgöturnar fram fyrir Kálfárbrú og gamla veginn til baka.  Elsti hópurinn fór 10 km leið, svokallaðan Austurhlíðarhring. Á leiðinni var rætt um kennileiti og bæi í sveitinni. Vel heppnuð ferð í alla staði.