Heimsókn á slökkvistöðina

Þessa vikuna er eldvarnarvikan sem 3. bekkur tekur þátt í. Í tilefni þess fór hópurinn með kennara í heimsókn á slökkvistöðina þar sem varðstjóri slökkviliðsins tók á móti þeim og fræddi þá um eldvarnir og viðbrögð. Þeir fengu svo að skoða alla aðstöðu slökkviliðsins og fengu höfuðljós að gjöf.

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af degi íslenskrar tungu og alþjóðlegrar athafnaviku voru í dag tveir viðburðir í Þjórsárskóla. Fyrir hádegi komu leikskólabörn af Leikholti í heimsókn og voru með samverustund á sal með 1.-3. bekk. Þessi hópur hittist á mánudögum og vinnur saman ýmis verkefni. Samverustund þeirra fólst í söng, sögulestri, flutningi á þulum og...

Raddir barna

Í tilefni af degi íslenskrar tungu og alþjóðlegrar athafnaviku verður haldið málþing barna í Þjórsárskóla á mánudag. Allir nemendur skólans munu tjá skoðun sína á ýmsum málefnum sem brennur á þeim. Yngstu nemendur skólans tala styttra þannig að helstu framsöguerindin verða í höndum eldri nemenda. Það er 7. bekkur sem...

Skógardagar

Allt starfsfólk Þjórsárskóla og nemendur hafa verið við nám og störf í þjórsárdal síðustu tvo daga. Á þriðjudag var íslenskuþema. Þá voru verkefni unnin eftir hugmyndafræði Cornells um útikennslu. Nemendur hlustuðu á sögur,  unnu eftir vísbendingum, teiknuðu, fluttu ljóð og héldu ræður. Þann daginn var komið  heim í skóla í...

Kórinn kemur fram

 Kór skólans kom fram á 100 ára afmæli Stóra- Núpskirkju í gær. Það voru 20 nemendur í 4.-7. bekk sem mættu og sungu þrjú lög fyrir gesti undir stjórn Stefáns Þorleifssonar. Söngurinn tókst vel og fékk kórinn lof fyrir. Þessi fyrsti söngflutningur kórsins lofar góðu um framhaldið og verður gaman...

100 ára afmæli Stóra-Núpskirkju

Haldið verður upp á 100 ára afmæli Stóra-Núpskirkju þann 1. nóv. n.k. Hátíðin hefst með messu í kirkjunni kl. 14 Vegna þessa mun séra Axel sóknarprestur koma í skólann þriðjudaginn 27. okt. og  ræða við nemendur um kirkjur prestakallsins, sóknir þess og afmælishátíðina sem framundan er. Að lokinni messunni þann...

Foreldrafélag Þjórsárskóla

{phocadownload view=file|id=367|target=s}   Stjórn foreldrafélagsins Formaður : Elin M. Moqvist (2019-2021),Húsatóftir 2, s: 8683006, elinmoq@simnet.is Gjaldkeri:Ásta Björg Nathanielsdóttir ( 2018-2020), Sandlækjarkoti, s: 8490617 astabjorg_4@hotmail.com Ritari:Bjarni Hlynur Ásbjörnsson(2019-2021), Hraunbrún, s:8986463,bjarnihas@simnet.is Meðstjórnendur:Björn Hrannar Björnsson ( 2019-2021),Þrándarlundur, s:8658421,bjornhbjornsson@gmail.com Sigurlaug Ósk Reimarsdóttir (2019-2021), Bugðugerði 2a,  s:7719025, slauga230986@gmail.com Til vara:Karen Kristjana Ernstsdóttir, Rakel Þórarinsdóttir 2019-2021    ...

Jól í skókassa

Umsjónahópar eru nú byrjaðir að ganga frá jólagjöfunum ,,jól í skókassa". Það var 7. bekkur sem reið á vaðið í morgun og útbjó sínar gjafir. Á næstu dögum munu aðrir hópar pakka inn gjöfunum sínum með umsjónarkennara. Pakkarnir fara til Úkraínu eins og undanfarin ár og er miðað við að hver...

Grænn dagur í skólanum

Í dag var grænn dagur í skólanum. Nemendur og starfsmenn komu í grænum fatnaði, skreyttu sig með grænu og umhverfisnefnd skreytti skólann með grænu skrauti víða. Yngstu nemendurnir fóru líka í dag og merktu sér plöntur og leituðu og fundu sígrænt barrtré alveg í anda dagsins. Það er alltaf gaman...

Skóla aflýst í dag

Þjórsárskóla hefur verið aflýst  í dag, föstudaginn 9. október, vegna veðurs. Það er ekki áhættunnar virði að skólabílar aki með nemendur sveitarfélagsins í þessu veðri,  sérstaklega  þegar litið er til þess að veður fer versnandi og nær hápunkti um hádegi þegar nemendur eiga að vera á heimleið.