Nemendur í 6.-7. bekk hafa lokið fimm daga dvöl að Reykjum í Hrútafirði. Krakkarnir stóðu sig mjög vel í námi og leik. Sesselja og Gerður greiddu Ágústi til sigurs í hárgreiðslukeppni, Dýrfinna hlaut annað sæti í borðtenniskeppni og Gylfi það þriðja sætið í sömu keppni. Allur hópurinn var til fyrirmyndar í...
Bekkjarkvöld hjá 4. bekk
Á þriðjudag 4. maí héldu nemendur í 4. bekk ásamt umsjónarkennara bekkjarkvöld. Samveran var í tvær klukkustundir seinni part dags og komu nemendur með gos og sælgæti til að narta í. Dagskráin var ekki skipulögð fyrirfram en af nógu var að taka og skemmtu allir sér vel þetta síðdegi.
Flóamarkaður á laugardag
Flóamarkaður verður haldinn í Þjórsárskóla á laugardag kl. 10:30. Það eru nemendur í 5.-7. bekk sem hafa safnað hlutum og bakað kökur til að selja. Þetta er gert sem fjáröflun fyrir vorferðir hópsins. ALLIR VELKOMNIR.
Handstúkur
Eitt þeirra verkefna sem 4. bekkur hefur tekið sér fyrir hendur í vetur er að prjóna handstúkur. Nemendur hafa fengið að hanna þær alveg frá grunni. Þeir völdu stærð og liti. Þannig að útkoman var mjög ólík. Sumar voru stuttar, aðrar langar, enn aðrar þröngar o.s.frv. Algengt hefur verið að hafa...
Heimsóknir leikskólabarna í grunnskólann
Elstu nemendur leikskólans Leikholts koma í heimsókn til 1.-3.bekkjar á mánudögum í vetur. Þá erum við með stöðvavinnu í gangi. Nemendum sem eru 27, á aldrinum 5-8 ára er skipt í sex hópa og fara þeir á milli stöðva í hringekju. Stöðvarnar eru stærðfræðistöð og bókstafa og orðastöð þar sem...
Sýningum á Ronju lokið
Árshátíðin í ár var uppfærsla nemenda á Ronju ræningjadóttur. Sýnt var fyrir fullu húsi á föstudag kl. 20 og þá með hljómsveit sem Stefán Þorleifsson tónmenntakennari okkar setti saman með nemendum úr Tónsmiðjunni og Tónlistarskóla Árnesinga. Hljómsveitin bar nafnið bófabandið í daglegu tali og var skipuð Stefáni sjálfum sem var...
Undirbúningur árshátíðar
Nú er undirbúningur árshátíðar í fullum gangi. Sýning á Ronju ræningjadóttur verður föstudaginn 12. mars kl. 20:00 og er aðgangseyrir 1.000 kr fyrir fullorðna sem rennur til foreldrafélagsins. Fyrir utan að krakkarnir æfa leikrit um Ronju ræningjadóttur, þá eru búnar til grímur, leikmynd, búningar myndverk og leikskrá. Það er mikið líf...
Úrslit í skólakeppni
Í dag voru valdir fulltrúar Þjórsárskóla til að taka þátt í lokahátíð stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin 17. mars í Félagslundi í Flóa. Upplestur nemenda var mjög góður, jafn og áheyrilegur og hefur hópurinn verið duglegur að æfa sig og sýnt metnað í upplestrinum. Dómarar í dag voru Jenný Jóhannsdóttir...
Skógarkennsla með Flúðaskóla
Nemendur í 5. ,6. og 7. bekk Þjórsárskóla og Flúðaskóla fóru saman í skógaferð inn í Þjórsárdal. Halla Sigga og Bolette höfðu undirbúið náttúrufræðiþema og var öll vinnan sniðin að jarðfræði , landgræðslu, sögu dalsins, virkjunum í Þjórsá og ánni sjálfri. Nemendum var skipt í fimm hópa og fóru hópstjórar með...
Menningarkvöld
Nemendur í 5.-7. bekk stóðu fyrir menningarkvöldi 24. febrúar. Sýnd voru atriði úr sögunum um Bakkabræður, skólakórinn söng, leikrit var leiklesið og nemendur léku á píanó. Þetta var lífleg og skemmtileg samkoma. Að lokinni skemmtidagskrá var kaffisala og tombóla. Góð mæting var og tókst nemendum þar með vel upp í fjáröflun...