Menningarkvöld

Menningarkvöld

BakkabræðurNemendur í 5.-7. bekk stóðu fyrir menningarkvöldi 24. febrúar. Sýnd voru atriði úr sögunum um Bakkabræður, skólakórinn söng, leikrit var leiklesið og nemendur léku á píanó. Þetta var lífleg og skemmtileg samkoma. Að lokinni skemmtidagskrá var kaffisala og tombóla. Góð mæting var og tókst nemendum þar með vel upp í fjáröflun sem þessi menningardagskrá var ætluð til. Afrakstur kvöldsins verður nýttur til vorferðar til Vestmannaeyja í maílok. Nemendur undirbjuggu dagskrána á skólatíma og tókst þeim vel upp.

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]