Heimsóknir leikskólabarna í grunnskólann

Heimsóknir leikskólabarna í grunnskólann

leikskoli og yngri bekkirElstu nemendur leikskólans Leikholts koma í heimsókn til 1.-3.bekkjar á mánudögum í vetur. Þá erum við með stöðvavinnu í gangi. Nemendum sem eru 27, á  aldrinum 5-8 ára er skipt í sex hópa og fara þeir á milli stöðva í hringekju. Stöðvarnar eru stærðfræðistöð og  bókstafa og orðastöð þar sem ýmist er unnið í bókum eða öðrum verkefnum, handmenntastöð þar sem ýmis verkefni eru í gangi, spilastöð, stöð sem við köllum „Dýrin mín“ þar velja nemendur sér dýr til að teikna/lita og skrifa um og kubbastöð þar sem stundum verða til háir kastalar. Sjá myndir.

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]