Sýningum á Ronju lokið

Sýningum á Ronju lokið

lokalagÁrshátíðin í ár var uppfærsla nemenda á Ronju ræningjadóttur. Sýnt var fyrir fullu húsi á föstudag kl. 20 og þá með hljómsveit sem Stefán Þorleifsson tónmenntakennari okkar setti saman með nemendum úr Tónsmiðjunni og Tónlistarskóla Árnesinga. Hljómsveitin bar nafnið bófabandið í daglegu tali og var skipuð Stefáni sjálfum sem var tónlistarstjóri og útsetti fyrir hljómsveitina. Á trommur var Fannar Freyr Magnússon, Eyþór Stefánsson var á bassa, Eyþór Ingi Eyþórsson á gítar og Jóhanna Höeg á þverflautu og saxófón. Með hljómsveitinni fór sýningin á kraftmeira plan og nemendur sungu fullum hálsi. Leikur nemenda var líka einstakur og var ótrúlegt að fylgjast með hversu vel þeir héldu sig í hlutverkum allan tímann. Þetta var frábær sýning. Nú í dag komu svo nemendur í 1.-7. bekk í Flúðaskóla til að sjá sýninguna. Þá var stuðst við tónlist af diski sem var æfingadiskur fyrir árshátíð. Sú sýning gekk mjög vel og var mikið þrekvirki fyrir nemendur að leika og syngja fyrir jafnaldra sína úr öðrum skóla. Til hamingju krakkar.