Skógarkennsla með Flúðaskóla

Skógarkennsla með Flúðaskóla

skogurNemendur í 5. ,6. og 7. bekk  Þjórsárskóla og Flúðaskóla fóru saman  í skógaferð inn í Þjórsárdal. Halla Sigga og Bolette höfðu undirbúið náttúrufræðiþema og var öll vinnan sniðin að jarðfræði , landgræðslu, sögu dalsins, virkjunum í Þjórsá og ánni sjálfri. Nemendum var skipt í fimm hópa og fóru hópstjórar með hópana á mismunandi staði í skóginum. Einnig var farið í gönguferð upp að leiðunum í Selhöfðum.

Nemendur fengu pylsur  og kakó í hádeginu sem Lilja matbjó en nemendur og kennarar aðstoðuðu með því að skammta matinn. Veðrið var ótrúlega gott, bjart og hlýtt. Dagurinn var mjög vel heppnaður og flott samstarfsverkefni skólanna tveggja.