Undirbúningur árshátíðar

Undirbúningur árshátíðar

Rakel og klettarNú er undirbúningur árshátíðar í fullum gangi. Sýning á Ronju ræningjadóttur verður föstudaginn 12. mars kl. 20:00 og er aðgangseyrir 1.000 kr fyrir fullorðna sem rennur til foreldrafélagsins. Fyrir utan að krakkarnir æfa leikrit um Ronju ræningjadóttur, þá eru búnar til grímur, leikmynd, búningar myndverk og leikskrá. Það er mikið líf og fjör um allan skóla og krakkarnir vinna vel. Söngvar um Ronju og líf hennar í Matthíasarskógi hljóma um allan skóla. Eftir leiksýninguna á föstudag er kaffihlaðborð í boði foreldra.

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]