Skólabúðir að Reykjum

Skólabúðir að Reykjum

hópurinn að Reykjum Nemendur í 6.-7. bekk hafa lokið fimm daga dvöl að Reykjum í Hrútafirði. Krakkarnir stóðu sig mjög vel í námi og leik. Sesselja og Gerður greiddu Ágústi til sigurs í hárgreiðslukeppni,  Dýrfinna hlaut annað sæti í borðtenniskeppni og Gylfi það þriðja sætið í sömu keppni. Allur hópurinn var til fyrirmyndar í framkomu og námi og skólanum og okkur öllum til mikils sóma. Finna má margar skemmtilegar myndir frá dvöl þeirra hér á heimasíðunni.