Jólaferð í skóginn

  Við fórum í árlegu jólaferðina okkar í skóginn 9. desember. Veðrið var stillt og fallegt og hitastig við frostmark. Jólasveinninn tók á móti okkur við skýlið þegar við komum og við dönsuðum kringum jólatréð og sungum jólalög. Bakaðar voru lummur og allir fengu heitt kakó. Eftir að allir höfðu...

Þriðjudaginn 8.desember

Það er útlit fyrir að veðrið verði ekki gengið niður í fyrramálið og þar með hefjum við ekki skólann á réttum tíma. 

Dagur íslenskrar tungu

Við héldum Dag íslenskrar tungu hátíðlegan mánudaginn 16. nóvember. Að þessu sinni var dagurinn helgaður 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. 3.- 4. bekkur flutti dagskrá um stöðu kvenna á fyrri árum og sögðu frá kvikmyndinni Næturgangan eftir Svövu Jakobsdóttur þar sem vinnukona gerir uppreisn gegn kynjamisrétti. 5.- 7. bekkur tók...

Jól í skókassa

Árlega tökum við þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar af verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir....

Krakkafrjálsar á Laugarvatni

Hið árlega krakkafrjálsar-íþróttamót fyrir 1.- 4.bekk var haldið á Laugarvatni mánudaginn 19.október. Krakkafrjálsar snúast aðallega um að krakkarnir komi saman, vinni sem lið og hafi gaman af því að spreyta sig í greinum þar sem reynir á grunnþætti hreyfingar s.s. stökk, köst og hlaup af mismunandi toga. Það er svo...

Bleikur dagur

BLEIKUR DAGUR FÖSTUDAGINN 16. október Október er mánuður Bleiku slaufunnar, árvekni- og fjáröflunarátaks Krabbameinsfélags Íslands gegn krabbameini hjá konum. Af því tilefni eru landsmenn hvattir til að klæðast einhverju bleiku þennan dag. Við í Þjórsárskóla sýndum samstöðu og tókum þátt í þessum degi.   

Búrfell og Þjóðveldisbær

Þriðjudaginn 14.apríl fóru nemendur og kennarar Þjórsárskóla að skoða orkusýninguna í Búrfelli og einnig skoðuðum við Þjóðveldisbæinn utan frá. Guðni Árnason tók á móti okkur í Búrfelli og sagði okkur frá og sýndi okkur ýmislegt forvitnilegt í tengslum við orku og notkun hennar. Eldri nemendur gengu síðan að Þjóðveldisbænum og...

Fögnum fjölbreytileikanum – Blár dagur

Blár apríl er árlegt vitundarátak Styrktarfélags barna með einhverfu. Blár er alþjóðlegur litur einhverfu. Rétt eins og blæbrigði litarins eru birtingarmyndir einhverfu óteljandi því hver einstaklingur hefur sinn stað á rófinu með öllum þeim áskorunum sem fylgja einhverfu. Við í Þjórsárskóla tókum þátt í átakinu og allir mættu í einhverju...

Sólmyrkvi

Föstudagsmorguninn 20 mars var mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Veðrið var gott og sást myrkvinn mjög vel frá skólanum. Í tilefni myrkvans færði Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness ,Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá öllum grunnskólanemendum og kennurum þeirra sérstök sólmyrkvagleraugu svo allir gætu fylgst með þessu sjaldgæfa sjónarspili á...

Gleðilega páska

Við enduðum skóladaginn í dag á því að fara í páskaleikinn okkar. Allir leituðu að spjaldi með nafninu sínu á, sem búið var að fela á skólalóðinni og þegar spjaldinu var skilað inn fengu nemendur lítil páskaegg með málshætti.  Hafið það sem best um páskana - Skólinn byrjar aftur þriðjudaginn...