Gleðilega páska

Við enduðum skóladaginn í dag á því að fara í páskaleikinn okkar. Allir leituðu að spjaldi með nafninu sínu á, sem búið var að fela á skólalóðinni og þegar spjaldinu var skilað inn fengu nemendur lítil páskaegg með málshætti. 

Hafið það sem best um páskana – Skólinn byrjar aftur þriðjudaginn 7. apríl

Starfsfólk skólans