Sólmyrkvi

Föstudagsmorguninn 20 mars var mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Veðrið var gott og sást myrkvinn mjög vel frá skólanum. Í tilefni myrkvans færði Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness ,Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá öllum grunnskólanemendum og kennurum þeirra sérstök sólmyrkvagleraugu svo allir gætu fylgst með þessu sjaldgæfa sjónarspili á öruggan hátt. Skemmtileg og lærdómsrík upplifun.1