Hið árlega krakkafrjálsar-íþróttamót fyrir 1.- 4.bekk var haldið á Laugarvatni mánudaginn 19.október.
Krakkafrjálsar snúast aðallega um að krakkarnir komi saman, vinni sem lið og hafi gaman af því að spreyta sig í greinum þar sem reynir á grunnþætti hreyfingar s.s. stökk, köst og hlaup af mismunandi toga. Það er svo íþróttafræðinemar við HÍ sem skípuleggja mótið.
Við í Þjórsárskóla sendum 3 lið á mótið. Hvert lið valdi sér nafn og hétu hóparnir Blár Ópal, Íkornastjörnurnar og Meistarastjörnurnar. þau stóðu sig öll vel.
Blár Ópal sigraði krakkafrjálsíþróttamótið þetta árið – þau urðu stigahæsta liðið og erum við mjög stolt og ánægð með árangurinn.
Áfram Þjórsárskóli J