Jól í skókassa

Árlega tökum við þátt í verkefninu Jól í skókassa. Það er hluti okkar af verkefninu um sjálfbærni. „Jól í skókassa“ er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn og fullorðna til þess að gleðja börn sem búa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim gjafir. Skókassarnir verða sendir til Úkraínu. Allur skólinn tók þátt þetta árið, bæði nemendur og starfsfólk. Góðar umræður spunnust í kringum þessa vinnu um kærleik og hjálpsemi.

Jól í skókassa