Í gær komu starfsmenn frá Íslenska gámafélaginu og kynntu fyrir nemendum skólans væntanlega flokkun sorps. Flokkað verður í þrjár tunnur og veittist nemendum það auðvelt, enda eru þeir vanir ákveðinni flokkun í skólanum nú þegar. Nemendur fengu líka að sjá myndband af því hvernig fernur og pappír er endurunninn frá...
Árangur í nýsköpunarkeppni grunnskóla
Lokahóf Nýsköpunarkeppni grunnskólanema, NKG, fór fram í Grafarvogskirkju á laugardag. Margar góðar hugmyndir unnu til verðlauna og þar á meðal hugmynd Guðmundar Heiðars í 4. bekk. Hann hlaut þriðju verðlaun í flokki landbúnaðar fyrir hugmynd sína um grasrótarloftun. Um það bil 2700 börn á grunnskólaaldri frá 60 skólum tóku þátt í...
Réttarþema
Það hefur verið mikið fjör í skólanum síðustu daga. Hér hefur verið flatkökubakstur með þvílíkum ilmi. Krakkarnir hafa verið úti á stétt við baksturinn og ekki annað að sjá en þau skemmti sér konunglega. Annar hópur var að gera teiknimyndasögur um réttir, fjallferðir og fleira í anda þemavikunnar. Þar hafa...
Undirbúningur rétta hafinn
Í dag hófst undirbúningur fyrir réttir í skólanum. Lilja fór á fjall í gær svo við sjáum hana ekki fyrr en við förum á móti safninu næsta fimmtudag. Hluti af þemavinnu okkar um réttir er hafinn með því að dagurinn í skólanum hefst alla daga með því að við komum...
Skíðaferð
Dagana 11. -12. febrúar fóru 4. -.7. bekkur í skíðaferð í Bláfjöll. Gist var eina nótt í Breiðabliksskálanum og var öll aðstaða þar til fyrirmyndar. Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir, 10 stiga frost og vindur. Þrátt fyrir það nýttist fyrri dagurinn alveg til fulls og engum datt í hug að...