Undanfarnar 3 vikur hefur verið lestrarátak í gangi hjá 1.-3.bekk. Í upphafi hvers dags hafa nemendur lesið í hljóði í 15 mínútur. Afraksturinn sést á lestrarormi sem hlykkjast um stofuna og er orðinn mjög langur. Í tilefni af þessum dugnaði nemenda var ákveðið að hafa dótadag föstudaginn 29. janúar. Þann...
Áhrif foreldra
Það hefur oft verið kynnt að áhrif foreldra séu mikil í velgengni barna. Þar er horft til margra þátta s.s. forvarnarstarfs, skólagöngu og þátttöku í skipulagðri félags- eða íþróttastarfsemi. Rannsóknir hafa sýnt að samvera foreldra og barna minnkar líkur á því að börn noti áfengi eða fíkniefni. Einnig sýna rannsóknir...
Gleðilegt ár
Gleðilegt ár og takk fyrir það liðna.
Jólavikan
Þessa síðustu viku fyrir jól hefur margt verið í gangi hjá okkur í skólanum. Á mánudag voru nemendur að útbúa og skrifa jólakort til skólafélaga sinna. Næsta dag var rauður dagur í skólanum og þá var jólaþema. Nemendum var skipt í þrjá hópa og fór á þrjár föndurstöðvar þar sem...
Vel heppnuð ferð í Þjórsárdal
Í dag fórum við í jólaferð í Þjóðskóginn í Þjórsárdal. Allir nemendur og allt starfsfólk skólans fór ásamt mörgum foreldrum og nokkrum systkinum nemenda. Farið var í leik í myrkrinu þar sem nota þurfti vasaljós til að finna stöðvar með endurskinsmerkjum. Svo var farið í samvinnu- og hlaupaleik áður en...
Niðurstöður samræmdra prófa 2009.
Við í Þjórsárskóla erum nokkuð ánægð með árangur nemenda okkar á samræmdum könnunarprófum í haust. Fyrstu tölur sýna að skólinn er yfir landsmeðaltali í íslensku bæði í 4. og 7. bekk og einnig er 7. bekkur yfir landsmeðaltali í stærðfræði. Þar er 4. bekkur þó undir landsmeðaltali. Ekki er hægt...
Heimsókn á slökkvistöðina
Þessa vikuna er eldvarnarvikan sem 3. bekkur tekur þátt í. Í tilefni þess fór hópurinn með kennara í heimsókn á slökkvistöðina þar sem varðstjóri slökkviliðsins tók á móti þeim og fræddi þá um eldvarnir og viðbrögð. Þeir fengu svo að skoða alla aðstöðu slökkviliðsins og fengu höfuðljós að gjöf.
Dagur íslenskrar tungu
Í tilefni af degi íslenskrar tungu og alþjóðlegrar athafnaviku voru í dag tveir viðburðir í Þjórsárskóla. Fyrir hádegi komu leikskólabörn af Leikholti í heimsókn og voru með samverustund á sal með 1.-3. bekk. Þessi hópur hittist á mánudögum og vinnur saman ýmis verkefni. Samverustund þeirra fólst í söng, sögulestri, flutningi á þulum og...
Raddir barna
Í tilefni af degi íslenskrar tungu og alþjóðlegrar athafnaviku verður haldið málþing barna í Þjórsárskóla á mánudag. Allir nemendur skólans munu tjá skoðun sína á ýmsum málefnum sem brennur á þeim. Yngstu nemendur skólans tala styttra þannig að helstu framsöguerindin verða í höndum eldri nemenda. Það er 7. bekkur sem...
Skógardagar
Allt starfsfólk Þjórsárskóla og nemendur hafa verið við nám og störf í þjórsárdal síðustu tvo daga. Á þriðjudag var íslenskuþema. Þá voru verkefni unnin eftir hugmyndafræði Cornells um útikennslu. Nemendur hlustuðu á sögur, unnu eftir vísbendingum, teiknuðu, fluttu ljóð og héldu ræður. Þann daginn var komið heim í skóla í...