Þorraveisla

Þorraveisla

Leifur Darri smakkarÍ dag var þorraveisla í skólanum. Allir kennsluhópar komu með einn dagskrárlið í veisluna. Veislan hófst á söng sem 1.-3. bekkur sá um. Sunginn var Þorraþrællinn. Næst var 4. bekkur sem sagði frá gamla tímatalinu og hengdi það upp í matsal svo allir gætu skoðað. Þá komu 5.-6. bekkur og sagði frá upphafi eldri frásögnum af þorra og Einar Ágúst gömlum hefðum tengdum þorranum. Að lokum sagði 7. bekkur frá veislumatnum og verkun hans. Á veisluborðinu var bæði súrt og ósúrt slátur, lifrapylsa og blóð, og sviðasulta. Svo voru súrir hrútspungar og lundabaggar, kæstur hákarl með harðfiski og loks rúgbrauð og smjör. Margir smökkuðu tegundir sem þeir höfðu ekki gert áður og sumir þurftu mikið að hafa fyrir því að skila matnum ekki aftur eftir kyngingu. En þó nokkrir nemendur borðuðu ýmsar tegundir með góðri lyst.