Dótadagur og blár dagur

Dótadagur og blár dagur

lestrarátakUndanfarnar 3 vikur hefur verið lestrarátak í gangi hjá 1.-3.bekk. Í upphafi hvers dags hafa nemendur lesið í hljóði í 15 mínútur. Afraksturinn sést á lestrarormi sem hlykkjast um stofuna og er orðinn mjög langur. Í tilefni af þessum dugnaði nemenda var ákveðið að hafa dótadag föstudaginn 29. janúar. Þann sama dag var blár dagur í skólanum, flestir mættu því í einhverju bláu. Þegar nemendur höfðu lesið upp sögur úr sögubókunum sínum í heimakrók, var komið að frjálsri leikstund með dótið og þá var nú mikið fjör. Fleiri myndir af deginum eru í möppunni blár dagur.