Jazzkvartett Reykjavíkur í heimsókn

Jazzkvartett Reykjavíkur í heimsókn

Jazzkvartett ReykjavíkurÁ þriðjudag fengum við Jazzkvartett Reykjavíkur í heimsókn. Þetta voru tónleikar á vegum verkefnisins ,,Tónlist fyrir alla“. Þeir félagarnir voru með eina kennslustund til afnota fyrir allan nemendahópinn. Óhætt er að segja að þeim hafi tekist vel upp með að halda athygli nemenda sem tóku virkan þátt í tónlistarflutningnum og sýndu mikinn áhuga á því sem fram fór. Það voru skemmtilegar útfærslur á kynningum þeirra félaganna á ýmsum tilbrigðum tónlistarinnar sem náðu vel til nemenda. Að lokum nældu margir sér í eiginhandaráritun áður en gestirnir hurfu á braut.