Jólavikan

Jólavikan

jólaballÞessa síðustu viku fyrir jól hefur margt verið í gangi hjá okkur í skólanum. Á mánudag voru nemendur að útbúa og skrifa jólakort til skólafélaga sinna. Næsta dag var rauður dagur í skólanum og þá var jólaþema. Nemendum var skipt í þrjá hópa og fór á þrjár föndurstöðvar þar sem unnin voru jólaverk. Stöðvarnar voru með efnivið úr tré, pappír og almennu efni. Afraksturinn var af ýmsum toga,  skemmtilegar og mismunandi útfærslur eftir hópum. Á miðvikudag buðu nemendur upp á heitt kakó með rjóma og smákökur sem þau höfðu bakað dagana á undan í heimilisfræði. Allir komu saman á sal og nutu veitinganna. Á fimmtudag var jólamatur í mötuneytinu þar sem nemendur og starfsmenn borðuðu saman í flísasalnum í Árnesi. Í dag er samveurstund með umsjónakennurum og jólaball í salnum okkar. Skóla lýkur kl. 11,30 og við höldum í jólafrí til 4. janúar.

Gleðilieg jól og þakka ykkur öllum fyrir skemmtilegt og gefandi ár. Megi næsta ár færa okkur ný tækifæri og nýjar uppgötvanir.

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]