Langur dagur yngri nemenda

Yngri nemendur voru langan dag í skólanum í þessum mánuði til að ná tilkskildum skóladögum á árinu. Kennt var samkvæmt stundatöflu fyrir hádegi. Svo var dagurinn hafður ,,öðruvísi“ til að efla fjölbreytni. Skipt var í þrjá hópa. Einn hópur var að baka og undirbúa kaffitíma, annar hópur útbjó leikmynd og...

Skíðaferð

Farið var í skíðaferð í Bláfjöll á mánudag. Mánudagurinn var yndislegur dagur fyrir skíða og brettanám. Það var passlega kalt, sól og nánast logn allan daginn. Snjórinn var eins og best verður á kosið. Hann var léttur og mjúkur sem var mjög gott því margir voru að stíga sín fyrstu...

Söngvakeppni

Söngvakeppni var haldin í skólanum á fimmtudag. Það voru 12 flytjendur sem fluttu 8 lög. Nemendur úr kór skólans, í 4.-7. bekk höfðu þátttökurétt. Keppnin var stórsigur fyrir marga, þó eingöngu þrír næðu verðlaunapalli. Þarna voru allir nemendur í hlutverkum. Það voru ljósamenn, hljóðmenn og dyraverðir, fyrir utan söngfólkið. Allt skipti þetta máli...

Gleðileg jól

Nú er skóla lokið þetta árið og allir komnir í jólafrí. Vonandi eigið þið öll gleðilega jólahátíð og notalegar samverustundir með fjölskyldu og vinum. Þakka ykkur öllum fyrir samstarfið á árinu og megi gæfa ríkja um skólastarfið um ókomna tíð. Við hefjum skólastarf aftur með starfsdegi kennara 3. janúar og...

Jóla-jóla

Í dag eru nemendur að vinna þvert á aldur við ýmis verkefni tengd jólum. Það eru útbúnar jólagjafir, jólaskreytingar, kort og fleira í tengslum við jólin. Allar hefðbundnar námsbækur liggja kyrrar í tösku eða heima í dag. Á morgun, miðvikudag, verður boðið upp á heitt kakó og smákökur sem nemendur...

Aðventan

Fyrsta sunnudag í aðventu var skóladagur í Þjórsárskóla. Þá fluttu nemendur helgileik og sungu jólalög á aðventuhátíð í Félagsheimilinu Árnesi. Nemendur stóðu sig vel og voru til fyrirmyndar í alla staði. Í næstu viku fara yngri nemendur á Dvalarheimili aldraðra Blesastöðum og syngja jólalög og flytja helgileik fyrir íbúa. Að...

Dagur íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í skólanum með flutningi á fjölbreyttu efni. Nemendur sögðu frá Jónasi Hallgrímssyni, lásu ljóð eftir hann, lásu frumsamin ljóð og fluttu leikþætti. Eldri nemendur fluttu leikþátt eftir sögunni Stúlkan í turninum eftir Jónas og yngri nemendur fluttu frumsaminn leikþátt sem var saminn út frá...

Landgræðsluverðlaun

Í dag fóru elstu nemendur skólans ásamt þremur kennurum að Gunnarsholti og tóku við landgræðsluverðlaunum árið 2010. Árlega veitir Landgræðslan fimm verðlaun fyrir vel unnin störf og verkefni í þágu landgræðslu. Þetta árið hlaut Þjórsárskóli verðlaun  .  Landgræðsla er eitt af þeim verkefnum í nærsamfélaginu sem skólinn hefur fléttað inn í almennt nám nemenda. Sett hafa verið...

Víkingaþema hjá yngstu

Föstudaginn 5. nóvember lauk víkingaþema í 1. og 2. bekk sem hófst 28. október síðastliðinn. Á þessum stutta tíma afrekuðu nemendur margt, þ.á.m. að mála stóra mynd af torfbæ, búa til torfbæ, teikna mynd af langskipi, teikna Stöng eins og hún leit út þegar Gaukur bjó á Stöng og einnig...