Varðliðar umhverfisins

Varðliðar umhverfisins

vardlaunÍ dag var umhverfisnefnd skólans veitt verðlaun sem varðliðar umhverfisins 2011. Varðliðar umhverfisins er verkefnasamkeppni umhverfisráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur um umhverfismál. Keppninni er ætlað að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismálum og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðanna um umhverfismál. Umhverfisnefnd fékk verðlaunin fyrir bækling um flokkun sorps í sveitarfélaginu sem nú verður dreift á hvert heimili innan skamms. Hópurinn ásamt verkefnastjóra tóku á móti viðurkenningu í þjóðmenningarhúsinu við hátíðlega athöfn í dag. Við erum stolt og ánægð með framlag nemenda okkar í umhverfismálum.