Bílaprófun

Bílaprófun

bilakeppniÍ vetur hafa nemendur í 4. bekk hannað og smíðað bíla sem þeir prófuðu í dag. Prófað var rennsli bílanna í mismunandi halla. Nemendur í 3. bekk fylgdust með og hvöttu til dáða. Það var Bergsveinn sem hannaði og smíðaði bílinn sem rann best og lengst.  Það var mikilvæg stund með öllum hópnum sem fór í umræður um ástæður þess að bílarnir renna misvel. Það að prófa rennslið og ræða útkomuna var lokapunkturinn í verkefninu.