Hjóladagur

Hjóladagur

Skólastarfið fer vel af stað í Þjórsárskóla og veðrið er búið að leika við okkur. Síðasta föstudag fórum við í hópleiki á skólalóðinni og þá var frábært að sjá hvað eldri nemendur skólans lögðu sig fram með að vera hjálpsamir og góðir við þá yngri.

Núna miðvikudaginn 7. september ætlum við að hafa hjóladag í skólanum fyrir alla nemendur í 1.-7. bekk. Farið verður þrjár mislangar vegalengdir í fylgd með tveimur kennurum. Mikilvægt er að börnin komi klædd eftir veðri þennan dag og með HJÁLM. Hjólin er hægt að geyma í kjallara skólans ef þið viljið.