Páskaundirbúningur

Páskaundirbúningur

paskafondurÞessa viku eru krakkarnir að skreyta stofuna með páskaskrauti sem fær að fara heim síðasta dag fyrir páska. Það eru margar skemmtilegar föndurhugmyndir í gangi sem koma vel út. Í dag fóru allir nemendur á árshátíðarsýningu í Flúðaskóla að sjá Ávaxtakörfuna. Það var mat okkar kennara að nemendur kunna jafn vel að vera áheyrendur annarra eins og að leika sjálf í stóru verki. Framkoma var til fyrirmyndar í alla staði. Á morgun fimmtudag verður farið í páskaeggjaleit á svæðinu í kringum skólann eftir ákveðnum reglum svo allir fái eitt.

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]