Í vetur hafa nemendur í 4. bekk hannað og smíðað bíla sem þeir prófuðu í dag. Prófað var rennsli bílanna í mismunandi halla. Nemendur í 3. bekk fylgdust með og hvöttu til dáða. Það var Bergsveinn sem hannaði og smíðaði bílinn sem rann best og lengst. Það var mikilvæg stund með öllum hópnum sem fór...
Samningur við Landbótafélag Gnúpverja
Þann 4. maí síðast liðinn kom Bjarni Másson fyrir hönd Landbótafélags Gnúpverja með samning um landbótarverkefni á vegum Þjórsárskóla. Samningurinn hljóðar upp á samkomulag um að félagið og skólinn hjálpist að við landbótaverkefni. Landbótafélagið leggur til þá vélavinnu og þær heyrúllur sem þarf vegna landbótaverkefnisins sem Þjórsárskóli og Landgræðsla ríkisins vinna...
Gjöf foreldrafélagsins
Foreldrafélag Þjórsárskóla kom færandi hendi með 10 ribsberjarunna. Gjöfin er í tilefni þess að skólinn fékk verðlaun sem Varðliðar umhverfisins. Okkur hefur lengi langað að planta berjarunnum við skólann og er það sérstaklega ánæglegt að það hefur nú verið gert. Það voru nemendur úr 4., 5. og 6. bekk sem hjálpuðu við...
Varðliðar umhverfisins
Í dag var umhverfisnefnd skólans veitt verðlaun sem varðliðar umhverfisins 2011. Varðliðar umhverfisins er verkefnasamkeppni umhverfisráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur um umhverfismál. Keppninni er ætlað að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismálum og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðanna um umhverfismál....
Gleðilega páska
Í dag var bíósýning á upptökunni frá árshátíðinni. Við poppuðum og blönduðum djús og nutum veitinga í salnum yfir sýningunni. Það er alltaf skemmtilegt fyrir krakkana að fá að horfa á sýninguna líka. Við bjóðum ykkur að kaupa dvd disk með upptöku frá árshátíðinni. Hafið samband við skólann ef þið...
Páskaundirbúningur
Þessa viku eru krakkarnir að skreyta stofuna með páskaskrauti sem fær að fara heim síðasta dag fyrir páska. Það eru margar skemmtilegar föndurhugmyndir í gangi sem koma vel út. Í dag fóru allir nemendur á árshátíðarsýningu í Flúðaskóla að sjá Ávaxtakörfuna. Það var mat okkar kennara að nemendur kunna jafn...
Safnaferð eldri nemenda
Nemendur í 5.-7. bekk fóru í ferð til Reykjavíkur. Byrjað var í Hafnarhúsinu þar sem þeim var sýnt húsið og endað á að skoða sýningu af verkum Erró. Mikið af verkefnunum voru klippimyndir hans sem er forvinna fyrir málverk. Þrívíddarverk voru skoðun líka sem voru unnin úr ýmis konar rusli. Eftir það...
Skógarkennsla
Í dag var skógarkennsla hjá öllum nemendum fyrir hádegi. Kennslu var skipt í yngri og eldri hóp og svo aftur í minni hópa innan hvors hóps. Verkefni sem unnin voru tóku mið af markmiðum og kennsluefni í íslensku, samfélags/náttúrurfræði og stærðfræði. Skipulag var í höndum Stefaníu Eyþórsdóttur kennaranema sem jafnframt...
Árshátíð
Nú er vika liðin frá árshátíð skólans sem tókst frábærlega. Allir leikarar stóðu sig mjög vel, hvort sem það voru margar eða fáar innkomur í leikritinu. Söngurinn þeirra var einnig til fyrirmyndar og ótrúlegt að hér er um fjórðungur nemenda sem syngja einsöng á árshátíð skólans! Það er frábært. Krakkarnir...
Árshátíð í kvöld
Í kvöld er árshátíð Þjórsárskóla. Nemendur sýna Konung ljónanna með söng og leik. Það er hljómsveit Stefáns Þorleifssonar tónmenntakennara sem spilar undir. Undirbúningur hefur staðið yfir síðustu tvær vikur. Fyrri vikan með daglegum söng og seinni vikan í heildstæða vinnu um efni árshátíðar. Nemendur og starfsmenn hafa varið öllum stundum í undirbúning og...