Fyrsti sunnudagur í aðventu var haldinn hátíðlegur á sunnudaginn. Að því tilefni lásu, sungu og léku nemendur skólans fyrir gesti í Brautarholti. Þetta kvöld var snjór og frost, sannkallað jólaveður. Það ásamt fallegum flutningi barnanna var góð byrjun á jólaföstunni og undirbúningi fyrir jólin.
Aðalfundur FÁS
Venjuleg aðalfundarsörf. / Skýrsla formanns, gjaldkera og kosningar. Kaffiveitingar Með bestu kveðju.
Dagur gegn einelti 8. nóvember
Allir dagar í Þjórsárskóla eiga að vera dagar án eineltis. Dagurinn í dag var tileinkaður baráttunni gegn einelti. Í tilefni af þessum degi þá unnum við öll saman verkefni undir yfirskriftinni virðing og vinátta. Byrjað var á því að safnast saman í salinn þar sem við fengum fræðslu og leikþætti...
Tónlist fyrir alla
Í dag fengum við góða gesti í skólann á vegum Tónlist fyrir alla. Þetta voru Matthías Stefánsson á fiðlu, Vignir Þór Stefánsson á píano og Jón Rafnsson á bassa. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna tangó frá ýmsum löndum fyrir nemendum, bæði tónlistina og dansinn. Þetta var mjög áhugavert og...
Skógurinn og stærðfræðinám
Í dag fórum við inn í Þjórsárdal í útinám þar sem efniviður skógarins var notaður í stærðfræðiþrautir og leiki. Fyrst var farið í hópvinnu þar sem nemendur notuðu greinar og köngla til þess að búa til ýmis stærðfræðidæmi, rómverskar tölur, jákvæðar og náttúrulegar tölur og parís. Í nestistímanum fengu allir...
Landgræðsluferð
Í dag fórum við í hina árlegu landgræðsluferð í Skaftholtsfjall. Kalt var í veðri en sól og lygnt. Flestir voru þó vel klæddir. Sigþrúður Jónsdóttir tók á móti okkur með fræðslu og stýrði verkefnum dagsins. 1. og 2. bekkur fékk það verkefni að dreifa úr heyrúllu sem Landbótafélag Gnúpverja færði...
Form frá 1.-2.bekk
Við í 1. og 2. bekk erum að læra um form í stærðfræði. Við fórum út og fundum fullt af húsum sem eru með ýmis konar form. Svo tíndum við laufblöð og okkur var skipt í hópa. Hóparnir fundu út ýmis konar mynstur með laufin. Mynstrin voru misjöfn, stórt ,...
Réttarvikan
Dagana 12. – 14. september unnu nemendur í 1.-7. bekk þemaverkefni um réttir. Búin voru til veggspjöld, sungin lög og kvæði og á miðvikudeginum var síðan endað á því að fara í gönguferð í Skaftholtsréttir. Þar fræddu Árdís og Kjartan nemendur um sögu réttanna í sveitinni, sungin voru lög, borðað...
Hjóladagur 2011
Miðvikudaginn 7. september var hinn árlegi hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín og hjálmana í skólann og farið var í hjólaferð. 1.- 3. bekkur hjólaði upp að Geldingarholti, 4. - 5. bekkur Skaftholthringur og 6.- 7. fór upp Löngudælarholt, yfir Kálfá og hringinn. Dagurinn gekk mjög vel. Nemendur fóru...