Dagana 12. – 14. september unnu nemendur í 1.-7. bekk þemaverkefni um réttir. Búin voru til veggspjöld, sungin lög og kvæði og á miðvikudeginum var síðan endað á því að fara í gönguferð í Skaftholtsréttir. Þar fræddu Árdís og Kjartan nemendur um sögu réttanna í sveitinni, sungin voru lög, borðað...
Hjóladagur 2011
Miðvikudaginn 7. september var hinn árlegi hjóladagur í Þjórsárskóla. Nemendur komu með hjólin sín og hjálmana í skólann og farið var í hjólaferð. 1.- 3. bekkur hjólaði upp að Geldingarholti, 4. - 5. bekkur Skaftholthringur og 6.- 7. fór upp Löngudælarholt, yfir Kálfá og hringinn. Dagurinn gekk mjög vel. Nemendur fóru...
Uppskera
Þriðjudaginn 6. september var útikennsla í 6. og 7. bekk. Hluti nemenda hlúði af trjám á skólalóðinni og aðrir fóru að taka upp kartöflur. Uppskeran var mjög góð. Kartöflurnar verða notaðar í heimilisfræði og einnig mun Gauti elda þær handa okkur í hádeginu.
Hjóladagur
Skólastarfið fer vel af stað í Þjórsárskóla og veðrið er búið að leika við okkur. Síðasta föstudag fórum við í hópleiki á skólalóðinni og þá var frábært að sjá hvað eldri nemendur skólans lögðu sig fram með að vera hjálpsamir og góðir við þá yngri. Núna miðvikudaginn 7. september ætlum við að hafa hjóladag í...
Útilega í Þjórsárdal
Árlega útilega skólans gekk vel og veðrið lét við okkur. Á fimmtudeginum voru settar upp tjaldbúðir og síðan var unnið í hópum. Yngri krakkarnir fóru í göngutúr, í stöðvavinnu og léku sér saman úti í náttúrunni. Eldri krakkarnir fóru í að hlúa að skóginum sínum, grisja, snyrta og enduðu síðan...
skólabyrjun
Nú styttist í skólabyrjun og hér kemur innkaupalistinn. Innnkaupalisti fyrir 1. – 2. Bekk. 2. stk A4 stílabækur (ekki gorma) Stóra Sögubókin mín. 1. stk fyrir 2. bekk og 2. stk fyrir 1. bekk 2 teygjumöppur 1 harðspjaldamappa Í pennaveskinu þarf að vera allan veturinn: 2 blýantar, gott strokleður, yddari,...
Bílaprófun
Í vetur hafa nemendur í 4. bekk hannað og smíðað bíla sem þeir prófuðu í dag. Prófað var rennsli bílanna í mismunandi halla. Nemendur í 3. bekk fylgdust með og hvöttu til dáða. Það var Bergsveinn sem hannaði og smíðaði bílinn sem rann best og lengst. Það var mikilvæg stund með öllum hópnum sem fór...
Samningur við Landbótafélag Gnúpverja
Þann 4. maí síðast liðinn kom Bjarni Másson fyrir hönd Landbótafélags Gnúpverja með samning um landbótarverkefni á vegum Þjórsárskóla. Samningurinn hljóðar upp á samkomulag um að félagið og skólinn hjálpist að við landbótaverkefni. Landbótafélagið leggur til þá vélavinnu og þær heyrúllur sem þarf vegna landbótaverkefnisins sem Þjórsárskóli og Landgræðsla ríkisins vinna...
Gjöf foreldrafélagsins
Foreldrafélag Þjórsárskóla kom færandi hendi með 10 ribsberjarunna. Gjöfin er í tilefni þess að skólinn fékk verðlaun sem Varðliðar umhverfisins. Okkur hefur lengi langað að planta berjarunnum við skólann og er það sérstaklega ánæglegt að það hefur nú verið gert. Það voru nemendur úr 4., 5. og 6. bekk sem hjálpuðu við...
Varðliðar umhverfisins
Í dag var umhverfisnefnd skólans veitt verðlaun sem varðliðar umhverfisins 2011. Varðliðar umhverfisins er verkefnasamkeppni umhverfisráðuneytisins, Landverndar og Náttúruskóla Reykjavíkur um umhverfismál. Keppninni er ætlað að hvetja ungt fólk til góðra verka í umhverfisvernd, vekja athygli á sýn ungs fólks á umhverfismálum og kalla eftir leiðsögn yngri kynslóðanna um umhverfismál....