Öskudagur

Öskudagur

ÖskudagurMikil gleði ríkti hjá okkur í gær. Nemendur komu í skólann í búningum og fóru í fjölbreytta stöðvavinnu í bekkjunum sínum. Eftir morgunkaffi fóru síðan allir saman út í Árnes þar sem við tók öskudagsskemmtun. Jón Bjarnason hélt uppi miklu dansfjöri og kötturinn var sleginn úr tunnunni. Nemendur fengu hressingu frá foreldrafélaginu, kókómjólk og prins póló. Allir fóru heim á hádegi með bros á vör.

Komnar eru myndir frá öskudeginum inn á heimasíðuna.

 

Hafðu samband við okkur

Þjórsárskóli Árnesi, 804 Selfoss
Sími: 486-6000
Kennitala: 540602-4410
Netfang: Skolastjori@thjorsarsarskoli.is

    [recaptcha]