Frétt af 3.-4.bekk

Frétt af 3.-4.bekk

3.-4.bekkuurFyrstu vikur skólaársins gerðum við margt í sambandi við haustið í náttúrufræði.  Rétt eftir að skólinn byrjaði fórum við út og söfnuðum jurtum til að pressa.Við settum þær í dagblöð og síðan þungar bækur yfir.   Við bjuggum til bók og límdum plönturnar okkar í hana og merktum þær. Sumar þekktum við en við þurftum líka að leita í plöntubókum til að finna rétta nafnið.

Núna erum við að læra um hvernig var á Íslandi löngu áður en við fæddumst. Við notum bók sem heitir Komdu og skoðaðu íslenska þjóðhætti. Við fræðumst um gömlu mánaðaheitin, störf fólks og ýmsa siði sem hafa breyst. Við ætlum að taka viðtal við fólk sem er eldra en 50 ára og biðja það að segja okkur frá bernskujólunum.