Íslandspúsl í hringekju í 3. og 4. bekk

Íslandspúsl í hringekju í 3. og 4. bekk

hringekja3

 

Í síðustu kennslustund á föstudögum vinna nemendur 3. og 4. bekkjar í hringekju. Hópnum er skipt í fjóra þriggja manna hópa og vinnur hver hópur að ákveðnu verkefni í 20 mínútur. Verkefnin hafa verið skrift, tölvur, vinnubók í íslensku, spil og púsl. Nú hafa nemendur lokið við að raða Íslandi saman úr 440 stykkja púsluspili undir leiðsögn Lilju stuðningsfulltrúa. Börnin voru áhugasöm og lögðu sig virkilega fram í þessu verkefni. Í lokin fórum við yfir hvað þau höfðu verið að þjálfa og í ljós kom að það var býsna margt. Þar má nefna stafrófið (því að ef þau þekktu ekki örnefnið þurftu þau að fletta upp í nafnaskrá í landabréfabók),  hnitakerfið, áttirnar, örnefni, lestur, hugsun, hvað litirnir á landakorti þýða o.fl. Þetta var auðvitað handavinna og fínhreyfingar þjálfaðar. Því má sannarlega segja að margar námsgreinar hafi verið samþættar.

hringekja2