Gjöf frá kvenfélögum Skeiða og Gnúpverjahrepps

Gjöf frá kvenfélögum Skeiða og Gnúpverjahrepps

Kaffiboð
Í dag var jólaboð við lok skóladagsins. Nemendur undirbjuggu veislu í heimilisfræðitímum hjá Jenný og buðu í dag upp á margar sortir af smákökum og heitt kakó með rjóma. Formenn kvenfélaganna þær Anna og Jóhanna komu færandi hendi og gáfu skólanum video upptökuvél og þrífót. Kunnum við þeim okkar bestu þakkir fyrir.
Kakó